Ókindin sinnir reglubundnu eftirliti og forvörnum sem uppfyllir öll skilyrði heilbrigðiseftirlitsins.
Eru meindýrin búin að yfirtaka heimilið?
Meindýraeyðir Ókindarinnar bjargar málunum.
Eru laufblöðin lúin og étin?
Ókindin heldur garðinum þínum grænum og losar þig við skaðvaldinn.
Meindýraeyðir Ókindarinnar hefur öll leyfi, búnað, tæki og tól til vargeyðingar í sveit og borg.
Við leggjum áherslu á jákvæð og góð samskipti. Gefum okkur tíma í faglega ráðgjöf og eftirfylgni.
Öll gögn, eftirlitsskýrslur o.fl. eru vistaðar á rafrænum gagnagrunni sem auðvelt er að miðla til heilbrigðiseftirlitsins.
Innan Ókindarinnar ríkir gríðarleg reynsla af eyðingu meindýra, þekking á matvælaiðnaði og kröfum heilbrigðiseftirlitsins.
Við gerum alltaf okkar besta og gefumst ekki upp fyrr en vandamálið hefur verið upprætt.
Ókindin ehf. var stofnað árið 2019 af Stefáni Gauki Rafnssyni meindýraeyði og bakara.
Innan fyrirtækisins ríkir gríðarleg þekking og uppsöfnuð reynsla af eyðingu meindýra, forvörnum og öllum þeim kröfum sem gert er til fyrirtækja sem vinna með matvæli. Lögð er áhersla á persónulega og þægilega þjónustu með hagkvæmum og nútímalegum kerfum og vinnuaðferðum.