Fyrirtækjaþjónusta Ókindarinnar

Ókindin býður uppá frammúrskarandi þjónustu fyrir stór sem smá fyrirtæki. Lögð er áhersla á persónulega, hagkvæma og faglega þjónustu sem uppfyllir öll skilyrði heilbrigðiseftirlitsins. Starfsmenn Ókindarinnar hafa mikla reynslu af útrýmingu meindýra og næmt auga fyrir lausnum á vandamálum. Mikil þekking á matvælaiðnaðinum ríkir innan fyrirtækisins sem og þekking á gæðaeftirlitsmálum fyrirtækja. Unnið er markvisst að uppfylla allar kröfur HACCP til að tryggja matvælaöryggi hjá okkar viðskiptavinum.

Ókindin leitar stöðugt í nýjungar á markaði til þess að bæta vinnuaðferðir með mannúð að leiðarljósi. Notast er við umhverfisvænar vinnuaðferðir með rafrænu eftirlitskerfi, flokkun á úrgangi ásamt meðferð og förgun útrýmingarefna.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina. Við lofum góðum félagsskap, metnaðarfullum forvörnum og afbragðs þjónustu!

Rafræna eftirlitskerfið - Pest Scan

Ókindin leggur áherslu á umhverfisvænar vinnuaðferðir og er rafræna eftirlitskerfið Pest Scan stór partur í þeirri vegferð. Hver og einn viðskiptavinur hefur aðgang að sínu svæði inni í kerfinu þar sem nálagst má öll gögn eins og eftirlitsskýrslur, tölfræðilegar upplýsingar, leyfi og vinnuaðferðir, samninga, teikningar o.fl. sem auðvelt er að miðla til heilbrigðiseftirlitsins.