
Ókindin ehf.
Ókindin ehf. var stofnað árið 2019 af Stefáni Gauk Rafnssyni, meindýraeyði, bakara og íslandsmeistara í skotfimi.
Innan fyrirtækisins er að baki dýrmæt reynsla innan matvælageirans, við framleiðslu, í vöruhúsum, á rannsóknarstofum og á gæðaeftirlitskerfum sem nýtist gríðarlega vel þegar koma á upp góðu forvarnarkerfi gegn meindýrum.
Megináhersla fyrirtækisins er að bjóða uppá lausnamiðaðar og faglegar meindýravarnir með nútímatækni til þess að veita viðskiptavinum sem bestu mögulegu þjónustu.
Starfsmenn Ókindarinnar
Í dag starfa þrír starfsmenn hjá Ókindinni. Stefán Gaukur Rafnsson meindýraeyðir, Gerður Guðjónsdóttir skrifstofumeistari og veiðihundurinn Freyja.
Freyja er ansi lunkin í því að þefa uppi meindýr og þá sérstaklega nagdýr. Hún er iðulega titluð starfsmaður mánaðarins.

Af hverju að velja Ókindina?
Persónuleg þjónusta
Við leggjum áherslu á jákvæð og góð samskipti. Gefum okkur tíma í faglega ráðgjöf og eftirfylgni.
Skilvirk rafræn kerfi
Öll gögn, eftirlitsskýrslur o.fl. eru vistaðar á rafrænum gagnagrunni sem auðvelt er að miðla til heilbrigðiseftirlitsins.
Reynsla og þekking
Innan Ókindarinnar ríkir gríðarleg reynsla af eyðingu meindýra, þekking á matvælaiðnaði og kröfum heilbrigðiseftirlitsins.
Tryggjum góðan árangur
Við gerum alltaf okkar besta og gefumst ekki upp fyrr en vandamálið hefur verið upprætt.
Þjónusta Ókindarinnar

Fyrirtæki
Ókindin sinnir reglubundnu eftirliti og forvörnum sem uppfyllir öll skilyrði heilbrigðiseftirlitsins.

Heimili
Eru meindýrin búin að yfirtaka heimilið?
Meindýraeyðir Ókindarinnar bjargar málunum.

Garðaúðun
Eru laufblöðin lúin og étin?
Ókindin heldur garðinum þínum grænum og losar þig við skaðvaldinn.

Vargeyðing
Meindýraeyðir Ókindarinnar hefur öll leyfi, búnað, tæki og tól til vargeyðingar í sveit og borg.