Ókindin ehf.

Ókindin ehf. var stofnað árið 2019 af Stefáni Gauk Rafnssyni, meindýraeyði, bakara og íslandsmeistara í skotfimi.

Innan fyrirtækisins er að baki dýrmæt reynsla innan matvælageirans, við framleiðslu, í vöruhúsum, á rannsóknarstofum og á gæðaeftirlitskerfum sem nýtist gríðarlega vel þegar koma á upp góðu forvarnarkerfi gegn meindýrum. 

Megináhersla fyrirtækisins er að bjóða uppá lausnamiðaðar og faglegar meindýravarnir með nútímatækni til þess að veita viðskiptavinum sem bestu mögulegu þjónustu.

 

Starfsmenn Ókindarinnar

Í dag starfa þrír starfsmenn hjá Ókindinni. Stefán Gaukur Rafnsson meindýraeyðir, Gerður Guðjónsdóttir skrifstofumeistari og veiðihundurinn Freyja.

Freyja er ansi lunkin í því að þefa uppi meindýr og þá sérstaklega nagdýr. Hún er iðulega titluð starfsmaður mánaðarins. 

Þjónusta Ókindarinnar

Fyrirtæki

Ókindin sinnir reglubundnu eftirliti og forvörnum sem uppfyllir öll skilyrði heilbrigðiseftirlitsins.

Heimili

Eru meindýrin búin að yfirtaka heimilið?
Meindýraeyðir Ókindarinnar bjargar málunum.

Garðaúðun

Eru laufblöðin lúin og étin?
Ókindin heldur garðinum þínum grænum og losar þig við skaðvaldinn.

Vargeyðing

Meindýraeyðir Ókindarinnar hefur öll leyfi, búnað, tæki og tól til vargeyðingar í sveit og borg.