Óvelkomnir eldhúsmeistarar
Kakkalakkar (ættbálkur Blattodea) eru sívöl, flatvaxin, náttförul skordýr sem sækja í og leynast gjarnan í mannvirkjum. Þeir eiga uppruna sinn á hitabeltissvæðum jarðar og þó Ísland sé langt frá hitabeltissvæðum, þá hafa nokkrar tegundir kakkalakka fundist hér á landi.
Hér á landi er afar ólíklegt að þær þrífist utandyra – þær lifa helst inni í hlýjum og rökum rýmum innan húss.
Lýsing á tegundum og helstu einkennum
Helstu tegundir sem fundist hafa hérlendis í húsum og híbýlum eru:
- Þýski kakkalakkinn (Blattella germanica): Smávaxin kakkalakkategund, um 1,3–1,6 cm að lengd.
- Ameríski kakkalakkinn eða farmkakkalakkinn (Periplaneta americana): Stærri tegund, hefur fundist í tengslum við innfluttan varning og varnarliðssvæðið.
- Tinnukakkalakki eða austurlenski kakkalakkinn (Blattella orientalis): Sjaldséðari hér á landi

Almenn einkenni kakkalakka:
- Bolur flatvaxin ofan frá séð, oft sporöskjulaga, með langa fálmara og oft liðskipt skott (cerci) aftan á búknum.
- Þeir eru aðlagaðir lífi innandyra – gjarnan í rökum rýmum eins og eldhúsum, bak við innréttingar, í lagnakerfum.
- Þeir fjölga sér hratt, geta borist með varningi og farangri.

Dvalarstaðir og ummerki
Kakkalakkar kjósa skjól, raka og aðgang að fæðu. Þeir eru helst á ferli að næturþeli og halda sig í felum yfir daginn.
- Í eldhúsi, bak við innréttingar, í sorpgeymslum, undir vöskum, í lagnastokkum.
- Ummerki: Eggjahylki, hreyfing á nóttunni, fæðuleifar og óhreinindi.
- Kakkalakkar geta nýtt sér lagna- og loftræstistokka og þannig dreifst milli íbúða í fjöleignahúsnæði.
Lífshættir, tjón og hætta
- Þrátt fyrir að veðurfar á Íslandi komi að mestu í veg fyrir að kakkalakkar geti haldið til utandyra þá á geta þeir nýtt sér aðstæður innanhúss til fæðuöflunar og tímgunar.
- Tjón og hætta: Kakkalakkar nærast t.d. á matar-, fituleifum og sykri og geta mengað matvæli og yfirborð með bakteríum.
- Tilfellum kakkalakka á Íslandi hefur heldur farið fjölgandi á liðnum árum.
- Útrýming getur reynst erfið þar sem kakkalakkar geta haldið til í illa aðgengilegrum rýmum. Þeir eru einnig gjarnir á að mynda ónæmi fyrir varnarefnum og geta hæglega ferðast milli rýma í húsnæði.
Forvarnir
Til að halda kakkökkum fjarri heimilinu er gott að hafa í huga eftirfarandi ráð:
- Gæta hreinlætis: Reglubundin þrif eldhúss, engar matarleifar á yfirborði, lokaðar umbúðir matvæla, reglulegt tæming á sorpílátum.
- Draga úr raka: Regluleg loftræsting, athuga leka og vatnslagnir, gæta þess að sturtur, baðker og vaskar þorni vel milli notkunar.
- Loka og þétta: Þétting sprungna, lagnastokka og opinna rýma sem gætu greitt kakkalökkum leið milli rýma, sérstaklega í fjölbýli.
- Útkall við fyrsta grun: Ef þú sérð einn eða fleiri skaltu bregðast við – því kakkalakkar fjölga sér hratt og erfiðara er að ná þeim þegar þeir eru orðnir margir.
- Í alvarlegri tilvikum: Leitið til fagaðila í meindýraeyðingu — þeir geta notað hormónaspjöld (eða aðrar aðferðir) sem ná bæði litlum og stórum einstaklingum.
Hvað gerir Ókindin?
Ef plágan nær fótfestu þá geta almenn húsráð reynst ófullnægjandi. Þá er rétt að hafa samband við Ókindina sem beitir skilvirkum aðferðum sem:
- Krefjast skamms tíma fjarveru íbúa meðan meðferð stendur yfir.
- Eru öruggar fyrir íbúa, börn og gæludýr þegar heim er komið aftur.
- Veita langvarandi vörn og hindra endurkomu kakkalakka.
Kakkalakkar eru ekki landlægir í íslenskri náttúru vegna loftslags, en þeir hafa engu að síður náð fótfestu innandyra og með auknum ferðamannastraumi og vöruflutningum hefur vandinn aukist. Betra er að bregðast við snemma, huga að forvörnum og tryggja hreinlæti – því þegar kakkalakkar ná að festa sig í sessi er mun erfiðara að útrýma þeim.
