Óboðnir næturgestir

Silfurskottan (Lepisma saccharina) er lítið, vængjalaust skordýr sem verður að jafnaði 10–15 mm langt. Hún er silfurgljáandi, aflöng að lögun og með þrjá einkennandi þráðfætur aftan á búknum og tvo langa fálmara á framhlutanum. Skordýrið er upprunnið í hitabeltinu en hefur aðlagast innilífi og finnst nú í flestum byggðalögum á Íslandi.

Dvalarstaðir og ummerki

Silfurskottur kjósa hlý og rök rými eins og baðherbergi, þvottahús og eldhús. Þær fara á stjá að nætulagi og fela sig yfir daginn, en skjótast snöggt undan ef ljós kviknar. Ummerki geta verið leifar af hömum þeirra eða nagskemmdir á bókum, veggfóðri og pappír sem geymdur er í röku umhverfi.

Lífshættir og tjón

Þær þrífast best við 25–30°C og háan raka og lifa innandyra í allt að fimm ár og nærvera þeirra getur stundum bent til þess að lagnir séu í ólagi. Silfurskottur nærast helst á sterkju- og sellulósaríkum efnum en éta einnig myglu, lím og dauð skordýr. Þótt þær valdi almennt ekki miklu tjóni geta þær spillt bókum, skjölum og matvælum sem geymd eru við óviðunandi skilyrði. Vandinn er því fyrst og fremst hvimleiður.

Forvarnir

Til að halda silfurskottum í skefjum er mikilvægt að stjórna rakastigi og viðhalda hreinlæti:

Hvað gerir Ókindin?

Ef plágan nær fótfestu duga almenn húsráð sjaldnast. Þá er rétt að leita til sérfræðings. Stefán Gaukur Rafnsson hjá Ókindinni beitir skilvirkum aðferðum sem:

Með þessum lausnum er hægt að útrýma eða halda silfurskottum fjarri í lengri tíma, án þess að tefla heilsu eða öryggi í hættu. Stundum getur verið þörf á endurkomu meindýraeyðis en yfirleitt líða nokkur ár áður en hún lætur á sér kræla á ný.