Nágranninn sem enginn vill eignast

Á Íslandi hafa fundist tvær tegundir rottna: brúnrotta (Rattus norvegicus) og svartrotta (Rattus rattus). Elstu heimildir um rottur hér á landi eru frá 18. öld, og bárust þær fyrst með skipum til hafna. Svartrotta hefur ekki náð mikilli fótfestu, en brúnrotta er útbreidd í þéttbýli, einkum á höfuðborgarsvæðinu og öðrum bæjum í grennd við sjávarsíðuna.

Dvalarstaðir og ummerki

Brúnrotta heldur sig gjarnan í frárennslislögnum, sorpgeymslum og í kjöllurum húsa þar sem nægur hiti og fæða er til staðar. Svartrotta tengist frekar skipum og mannvirkjum í nágrenni við hafnir. Algeng ummerki eru nagför á viði og plasti, dökkleit rottuspörð, lykt og hljóð og þrusk í veggjum eða gólfi að næturlagi.

Lífshættir og æxlun

Rottur eru mjög aðlögunarhæfar og nærast á svo til öllu sem þær komast í, en einkum kornmeti, matarleifum, kjöti og jafnvel mannasaur. Þær hafa mikla æxlunarhæfni:

Við hagstæð skilyrði getur eitt rottupar getið af sér hundruð afkomenda á innan við ári. Þetta gerir að verkum að sem meindýr geta þær náðið hraðri útbreiðslu á skömmum tíma.

Hættur og tjón

Rottur eru ekki aðeins hvimleiðar, heldur geta þær skapað alvarleg vandamál:

Forvarnir

Til að halda rottum í skefjum er mikilvægt að:
• Þétta allar sprungur og göt í húsum, sérstaklega við frárennsliskerfi.
• Geyma mat og úrgang í lokuðum, nagþolnum ílátum.
• Halda umhverfi hreinu og hindra allt aðgengi að fóðri og vatni.
• Nota reglubundið vöktunarkerfi með gildrum og beitustöðvum á áhættusvæðum.

Hvað gerir Ókindin?

Ókindin framkvæmir faglegt áhættumat og setur upp samþættar varnir gegn rottum. Notast er við öflugar gildrur og beitustöðvar sem eru öruggar fyrir börn og gæludýr, og farið er í gegnum allar aðstæður til að finna upptök vandans, hvort sem er í frárennslislögnum, sorpgeymslum, matvælavinnslum eða vöruhúsum.
• Með rafrænu eftirliti og skráningu er tryggt að fyrirtæki uppfylli kröfur heilbrigðiseftirlits og HACCP.
• Með reglulegri vöktun og endurkomu er hægt að halda stofnum í lágmarki og koma í veg fyrir að vandinn taki sig upp á ný.